MAGNA Lögmenn | Lögfræðistofa | Lögfræðiþjónusta á Höfðabakka

Málskostnaðartrygging

Málskostnaðartrygging / réttaraðstoðartrygging

Í mörgum tilvikum kann mál að falla undir svokallaða málskostnaðartryggingu (einnig oft nefnd réttaraðstoðartrygging). Slíkar tryggingar, sem innifaldar eru í heimilistryggingu einstaklinga, bæta fólki kostnað sem þarf að leggja út vegna lögmannsþjónustu.

Einstaklingur getur kannað hvort hann njóti slíkrar vátryggingarverndar með því að lesa skilmála sinnar vátryggingar. Þurfi einstaklingur að leita lögmanns er mikilvægt að fyrir hann að kanna þetta hjá vátryggingarfélagi eins fljótt og auðið er. Sé trygging fyrir hendi og reikna má með að ágreiningsmál falli undir hana getur lögmaður aðstoðað við að tilkynna tryggingafélagi um málið og óska staðfestingar á því að vátryggingarfélagið muni greiða lögmannskostnaðinn. Stofan mun senda viðskiptavininum reikning fyrir þóknun þegar unnið er á grundvelli málskostnaðartryggingar. Viðskiptavinurinn endurkrefur síðan vátryggingarfélag sitt um kostnaðinn samkvæmt skilmálum vátryggingarinnar. 

Við leggjum áherslu á að lögmannskostnaður okkar og útlagður kostnaður takmarkast ekki við þá fjárhæð sem vátryggingafélagið greiðir að hámarki
samkvæmt vátryggingunni, nema um það sé samið sérstaklega.