Gjafsókn

Gjafsókn

Samkvæmt réttarfarslögum eiga einstaklingar í ákveðnum tilvikum rétt á gjafsókn, þar sem lögmannskostnaður er greiddur af hinu opinbera. Skilyrðin fyrir gjafsókn eru þau að einstaklingur sé undir tilteknum tekju- og eignamörkum, en einnig má gera undantekningu frá þeim mörkum. 

Ef gjafsókn er fyrir hendi tekur hún einungis til kostnaðar gjafsóknarþega, það þýðir að ef sá sem hefur fengið gjafsókn í máli er dæmdur til þess að greiða málskostnað gagnaðila þá greiðist sá kostnaður ekki úr ríkissjóði. 

Frekari upplýsingar um gjafsókn má nálgast hjá dómsmálaráðuneytinu eða á skrifstofu okkar. Ef þörf er á gjafsókn ætti að upplýsa lögmanninn um það strax í upphafi.