Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni

Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá MAGNA, segir dómsmál einu lausnina í tilvikum þar sem leiðrétta þarf faðerni sem þegar hefur verið skráð á grundvelli hjónabands.

„Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur.

Með framfærsluskyldu

Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna.

„Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur. Sjá umfjöllun á Vísir.

 

Deildu okkur