Faðernismál

Faðernismál

MAGNA Lögmenn geta aðstoðað þig með mál sem snúa að faðerni

Barn á rétt á að þekkja foreldra sína
 • Rétturinn leiðir meðal annars af 1. gr. a. barnalaga  nr. 76/2003
Hvernig eru börn feðruð?
 • Faðerni þegar móðir er í hjónabandi eða sambúð:
  • Sé móðir í hjónabandi með manni þegar hún fæðir barn þá telst eiginmaður hennar faðir barnsins, sbr. 2. gr. barnalaga, nr. 76/2003
   • Það sama gildir ef barnið er fætt svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjónabandinu
   • Þetta á þó ekki við ef hjónin voru skilin að borð og sæng á getnaðartíma barnsins, né ef móðir hefur gifst eða skráð sambúð sína í þjóðskrá með öðrum manni fyrir fæðingu þess
  • Ef móðir er í skráðri sambúð við fæðingu barns og lýsir sambýlismanninn föður barnsins þá telst hann faðir þess
 • Faðerni þegar móðir er hvorki í sambúð né hjónabandi:
  • Sé móðir hvorki í hjónabandi né skráðri sambúð við fæðingu barns er unnt að feðra það með faðernisviðurkenningu
 • Ef óvissa er um faðerni getur þurft að höfða faðernismál fyrir dómi til að fá úr því skorið
Foreldrar barns sem getið er við tæknifrjóvgun
 • Sérreglur gilda um foreldra barns sem getið er við tæknifrjóvgun
Grunur um rangt faðerni
 • Eina leiðin til að breyta skráðu faðerni er að fá úrlausn dómstóla
Sönnun
 • Alla jafna er þá jafnframt gerð mannerfðafræðileg rannsókn sem sker úr um faðernið
 • Samkvæmt barnalögum skal maður talinn faðir barns ef niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna benda eindregið til þess að hann sé faðir þess
Hver getur höfðað faðernismál?
 • Barn
 • Móðir
 • Maður sem telur sig föður barns enda hafi barn ekki verið getið með gjafasæði
 • Skráður faðir barns getur höfðað vefengingarmál telji hann barnið ranglega feðrað
Hverjum er stefnt?
 • Ef barn eða móðir höfða mál skal stefnt þeim manni eða mönnum sem taldir eru hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barns
  • Ef sá maður er látinn sem er talinn vera faðir barns er unnt að höfða mál á hendur þeim lögerfingja hans sem gengi barninu jafnhliða eða næst að erfðum
 • Ef maður sem telur sig föður barns höfðar mál skal móður þess stefnt, en sé hún látin, barninu sjálfu
Kostnaður við rekstur faðernismála
 • Ef barn höfðar faðernismál greiðist þóknun lögmanns sem dómari ákveður úr ríkissjóði. Sama gildir um annan málskostnað barnsins (stefnanda), s.s. öflun mannerfðafræðilegrar rannsóknar
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!