MAGNA Lögmenn | Lögfræðistofa | Lögfræðiþjónusta á Höfðabakka

Hugverka- og fjölmiðlaréttur

Hugverka- og fjölmiðlaréttur

Hugverkaréttur

MAGNA lögmenn búa yfir umtalsverðri reynslu á sviði hugverka- og auðkennisréttar og hafa um árabil veitt fyrirtækjum og einstaklingum víðtæka þjónustu, einkum á sviði vörumerkja-, hönnunar- og höfundarréttar. Sérfræðingar okkar búa yfir traustri þekkingu á meðferð og vernd hvers konar hugverka og auðkennaréttinda, svo sem listaverka, ritverka, uppfinninga, vörumerkja og einkaleyfa. MAGNA lögmenn veita ráðgjöf og aðstoð við hvers konar samningagerð á sviði hugverkaréttinda og hafa rekið fjölmörg ágreiningsmál tengdum hugverkaréttindum fyrir dómstólum og fyrir Hugverkastofu.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf varðandi verndun hugverka, atvinnuleyndarmála og viðskiptaþekkingar
  • Hagsmunagæsla og úrlausn ágreinings vegna brota á hugverkaréttindum
  • Skráning vörumerkja, einkaleyfa og hönnunar
  • Samningaviðræður og gerð hvers konar samninga á sviði hugverkaréttar, s.s. um hagnýtingu og framsal hugverkaréttinda
  • Álitsgerðir
  • Málflutningur á öllum dómstigum
Fjölmiðlaréttur

Lögmenn stofunnar hafa sérhæft sig á sviði fjölmiðlaréttar og búa yfir víðtækri sérþekkingu á réttindum og skyldum fjölmiðla sem og mörkum tjáningarfrelsis. Þá hafa lögmenn stofunnar sinnt kennslu á sviðinu um árabil. MAGNA lögmenn sinna hagsmunagæslu fyrir fjölmiðla og blaðamenn fyrir dómstólum og stjórnvöldum og búa yfir umtalsverðri reynslu af rekstri mála þar sem m.a. hefur reynt á brot á meiðyrðalöggjöf, mörk tjáningarfrelsis og ábyrgð fjölmiðla, starfsmanna þeirra eða annarra sem tjá sig á opinberum vettvangi. MAGNA lögmenn hafa jafnframt rekið nokkur slíkra mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og haft þar sigur fyrir sína umbjóðendur.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf um réttindi og skyldur fjölmiðla
  • Rekstur meiðyrðamála
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!