Mannvirkjalöggjöf – skipulagsmál

Mannvirkjalöggjöf – skipulagsmál

MAGNA lögmenn hafa aðstoðað fjölda einstaklinga og fyrirtækja í tengslum við skipulags- og mannvirkjamál. Á stofunni starfa lögmenn með mikla sérfræðiþekkingu og víðtæka reynslu á þessu réttarsviði.

Deili- og aðalskipulagsáætlanir
  • Oft er mikið undir fyrir eigendur fasteigna þegar kemur að skipulagsáætlunum og geta slíkar áætlanir bæði aukið og skert verðmæti fasteigna
  • Einstaklingar og fyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta hafa almennt víðtækan rétt til að koma að sínum sjónarmiðum við gerð slíkra áætlana og heimildir til að fara með málin lengra ef þeir telja á sér brotið
  • Lögmenn MAGNA hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu fyrir aðila í tengslum við skipulagsáætlanir, allt frá því að rita athugasemdir við tillögur að slíkum áætlunum til reksturs kæru- og dómsmála um gildi og afleiðingar slíkra áætlana.
  • Lögmenn MAGNA veita einnig opinberum aðilum ráðgjöf um allt það sem viðkemur skipulagsáætlunum
Mannvirkjalöggjöf
  • Í lögum um mannvirki nr. 160/2012 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 er að finna flóknar og ítarlegar reglur um flest það sem viðkemur byggingu mannvirkja
  • Lögmenn MAGNA hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga vegna ágreiningsmála í tengslum við byggingu mannvirkja, svo sem varðandi gildi byggingarleyfa og lokaúttektavottorða, og tekið að sér hagsmunagæslu við rekstur mála fyrir úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál og dómstólum
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!