Opinber innkaup

Opinber innkaup

Lögmenn MAGNA hafa aðstoðað fjölda fyrirtækja og opinbera aðila með mál sem varða opinber innkaup. Á stofunni starfa lögmenn með víðtæka sérfræðiþekkingu og margra ára reynslu á þessu réttarsviði

Undirbúningur opinberra innkaupa og gerð útboðsgagna
  • Mikilvægt er að vanda undirbúning opinberra innkaupa, svo sem við afmörkun á því hvaða reglur gilda um tiltekin innkaup og hvernig skuli haga innkaupunum
  • Miklar kröfur eru gerðar til framsetningar, innihalds og orðalags útboðsgagna þegar opinberir aðilar ráðast í innkaup á vörum, verkum eða þjónustu eftir lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup
  • Lögmenn MAGNA hafa mikla og víðtæka reynslu af gerð útboðsgagna og geta veitt ráðgjöf um allt sem viðkemur undirbúningi innkaupa
Kærunefnd útboðsmála
  • Bjóðendur sem telja á sér brotið við opinber innkaup geta beint kærum til kærunefndar útboðsmála eftir ákvæðum laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Í slíkum kærumálum reynir oft á margþætt og flókin lögfræðileg álitaefni
  • Lögmenn MAGNA taka að sér hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og opinbera aðila í tengslum við rekstur mála fyrir kærunefnd útboðsmála. Mikil reynsla og sérþekking er af rekstri slíkra mála innan stofunnar og hafa lögmenn stofunnar rekið marga tugi slíkra mála fyrir kærunefnd útboðsmála, bæði sem málsvarar opinberra aðila og fyrirtækja
Rekstur dómsmála
  • Fyrirtæki sem vilja sækja bætur vegna brota opinbers kaupanda á ákvæðum laga nr. 120/2016 þurfa oft að leita til almennra dómstóla. Almennt eru miklir fjárhagslegir hagsmunir undir í slíkum málum og því mikilvægt að vandað sé til verka, bæði fyrir fyrirtæki sem sækir kröfu sem og þann opinbera aðila sem tekur til varna
  • Lögmenn MAGNA hafa mikla og víðtæka reynslu af rekstri dómsmála í tengslum við opinber innkaup og taka að sér hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og opinbera aðila
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!