Vinnuréttur

Vinnuréttur

MAGNA lögmenn hafa um árabil veitt launþegum, stéttarfélögum, atvinnurekendum og opinberum aðilum alhliða þjónustu á öllum sviðum vinnuréttar og rekið ágreiningsmál fyrir öllum dómstigum á þessum réttarsviðum. Við leggjum ríka áherslu á vönduð og skjót vinnubrögð enda mál á þessu sviði oft þess eðlis að bregðast þarf hratt við þar sem áhrif tómlætis eru mikil.

Réttindi og skyldur
 • Kjarasamningur er samningur milli stéttarfélags annars vegar og atvinnurekenda, félags atvinnurekenda eða sambands atvinnurekenda hins vegar. Í kjarasamningum er fjallað um kaup og kjör launþega á viðkomandi félagssviði stéttarfélagsins
 • Í öllum ráðningarsamningum skal koma fram hvaða kjarasamningur gildir um starfið
 • MAGNA lögmenn geta aðstoðað við gerð og túlkun kjarasamninga ásamt því að leiðbeina um réttindi og skyldur samkvæmt þeim
  •  
 • Ráðningarsamningur verður að vera í samræmi við kjarasamning og eru ákvæði í ráðningarsamningi um lakari rétt launþega ógild
 • MAGNA lögmenn geta aðstoðað við gerð og túlkun ráðningarsamninga
  •  
 • MAGNA lögmenn aðstoða launþega og atvinnurekendur við að þekkja sinn rétt
 • Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2019 er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar
 • Öll kynbundin mismunun er sömuleiðis óheimil samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020
 • MAGNA lögmenn geta veitt ráðgjöf um allt hvað viðkemur jafnrétti á vinnumarkaði og annast um hagsmunagæslu vegna kvartana til kærunefndar jafnrétttismála
  •  
 • Við uppsögn kunna að vakna álitaefni um uppsagnarfrest, réttindi við starfslok og starfslokasamninga
 • Til að hægt sé að rifta ráðningarsamningi verður brot á honum að teljast verulegt
 • MAGNA lögmenn veita launþegum sem og atvinnurekendum ráðgjöf um réttarstöðu við uppsögn og riftun ráðningarsambands
  •  
 • Lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 gilda um hópuppsagnir starfsmanna, af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra, þegar tilteknum fjölda starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili
  • Nánar er kveðið á um þetta í 1. gr. laganna
 • Við hópuppsagnir hvíla á atvinnurekendum tilteknar skyldur samkvæmt lögunum
  •  
 • Við gjaldþrot atvinnurekanda er bú hans fengið skiptastjóra, sem fer með forsvar búsins. Í gjaldþrotalögum nr. 21/1991 er kveðið á um hvernig fer með ráðningarsamninga starfsmanna og í lögum um ábyrgðarsjóð launa eru launafólki tryggðar greiðslur á launum úr þrotabúi að ákveðnu hámarki
 • MAGNA lögmenn veita ráðgjöf um réttarstöðu launþega við gjaldþrot atvinnurekanda
  •  
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!