Erfðaréttur

Erfðaréttur

MAGNA Lögmenn geta aðstoðað þig með mál sem snúa að erfðarétti

Gerð erfðaskrár

 • Fjárráða einstaklingar mega lögum samkvæmt ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá
 • Einstaklingar sem eiga börn og/eða eru í hjúskap mega ráðstafa 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá en aðrir mega ráðstafa öllum eignum sínum með erfðaskrá
 • Strangar formkröfur eru gerðar til erfðaskráa
 • Lögmenn MAGNA geta aðstoðað þig við gerð erfðaskrár

Uppgjör dánarbúa

 • Einkaskipti
   • Við andlát þarf að skipta eignum og skuldum þess látna

   • Hægt er að sækja um einkaskipti dánarbús hjá sýslumanni

   • Um arfsskipti fer samkvæmt erfðalögum, nr. 8/1962

   • Við einkaskipti þarf að fylla út einkaskiptagerð og erfðafjárskýrslu

   • Lögmenn MAGNA geta aðstoðað við einkaskipti og allt sem þeim fylgir

 • Opinber skipti.
   • Þegar ágreiningur er um skiptingu eigna dánarbús er það gjarnan tekið til opinberra skipta

   • Skiptastjóri annast þá skiptingu eigna milli erfingja og fer um skiptin samkvæmt erfðalögum, nr. 8/1962 og lögum um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991

   • Við opinber skipti getur verið nauðsynlegt að hafa lögmann sér við hlið svo hagsmunir séu tryggðir

   • Lögmenn MAGNA hafa reynslu af skiptastjórn og hagsmunagæslu erfingja þar sem dánarbú hefur verið tekið til opinberra skipta

Seta í óskiptu búi

 • Eftirlifandi maki hefur rétt til setu í óskiptu búi ef aðilar voru í hjónabandi
 • Ef hjón eiga börn úr fyrri samböndum þarf þó að afla samþykki þeirra eða kveða á um gagnkvæman rétt til setu í óskiptu búi í erfðaskrá
 • Lögmenn MAGNA geta aðstoðað með leyfi til setu í óskiptu búi

Fyrirframgreiddur arfur

 • Við greiðslu fyrirframgreidds arfs þarf að fylla út erfðafjárskýrslu og greiða erfðafjárskatt, sbr. lög um erfðafjárskatt nr. 14/2004.
 • Lögmenn Magna geta aðstoðað þig með skjalagerð við fyrirframgreiðslu arfs

Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!