MAGNA Lögmenn | Lögfræðistofa | Lögfræðiþjónusta á Höfðabakka

Fjölskylduréttur

Fjölskylduréttur

MAGNA lögmenn geta aðstoðað með mál sem snúa að fjölskyldurétti

Skilnaður
 • Um hjónaskilnaði er fjallað í hjúskaparlögum, nr. 31/1993
 • Ef hjón eru sammála um að óska eftir skilnaði er unnt að leita til sýslumanns í því skyni. Ef hjón eru hins vegar ósammála þarf það hjóna sem vill skilja að höfða dómsmál í því skyni
 • Gera þarf upp við sig hvort óskað er eftir:
  • Skilnaði að borði og sæng
  • Lögskilnaði
   • Hjón geta nú sótt um beinan lögskilnað ef þau eru sammála um það, sbr. 43. gr. a. laga nr. 31/1993. Ákvæðið tók gildi 1. júlí 2023
  • Til þess að fá leyfi til skilnaðar þarf eftirfarandi að liggja fyrir:
   • Samningur hjóna um fjárskipti eða beiðni um leyfi til opinberra skipta til fjárslita vegna hjónaskilnaðar
    • Meginreglan við skipti á eignum og skuldum hjóna er svokölluð helmingaskiptaregla
   • Ef hjón eiga börn þurfa þau einnig að semja um eða leita úrlausnar sýslumanns um eftirfarandi:
    • Forsjá barna
    • Lögheimili og fasta búsetu barna
    • Umgengni foreldra við börn
    • Meðlagsgreiðslur
   • Lögmenn MAGNA geta aðstoðað þig með samninga, dómsmál og annað sem þarf að huga að við skilnað hjóna.
Sambúðarslit

Við sambúðarslit þarf að huga að:

 • Fjárslitum
 • Því sem snýr að ólögráða börnum:
  • Forsjá
  • Lögheimili
  • Umgengni
  • Meðlag
 • Lögmenn MAGNA geta aðstoðað við mál í tengslum við sambúðarslit
Réttindi barna
 • Um réttindi barna er fjallað í barnalögum nr. 76/2003
 • Samkvæmt lögunum á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi
 • Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi
 • Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess
 • Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska
 • Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja
 • Við skilnað eða sambúðarslit þurfa foreldrar að ákveða hvort þau fari sameiginlega með forsjá barna sinna eða hvort annað þeirra hafi forsjá
 • Algengt er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barna sinna, jafnvel eftir skilnað eða sambúðarslit.
  • Forsendur þess að semja um sameiginlega forsjá eru að foreldrar geti haft fullnægjandi samvinnu og samráð um málefni barns
  • Foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns án þess að búa saman skulu greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og að jafnaði fasta búsetu. Einnig er unnt að semja um skipta búsetu barna
  • Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er öðru foreldrinu óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins
 • Ef foreldrar eru ósammála um tilhögun forsjár fara þau í sáttameðferð hjá sýslumanni. Ef sáttameðferð er árangurslaus þarf að höfða dómsmál innan 6 mánaða frá lokum sáttameðferðar til þess að leysa úr málinu
 • Foreldrar sem ekki búa saman geta ákveðið að barnið hafi lögheimili hjá öðru þeirra eða samið um að barnið hafi svokallaða skipta búsetu
 • Ef forsjárforeldrar hafa samið um lögheimili og fasta búsetu barns hjá öðru þeirra hefur það foreldri sem barnið á lögheimili hjá heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf
  • Forsjárforeldrar skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta
 • Hinn 1. janúar 2022 tók gildi lagabreyting sem fól í sér heimild foreldra til að ákveða að barn hafi hjá þeim skipta búsetu
  • Foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns án þess að búa saman geta þannig samið um skipta búsetu barns þannig að barnið eigi fasta búsetu hjá þeim báðum
  • Forsendur þess að semja um skipta búsetu barns eru þær að foreldrar geti komið sér saman um atriði er snúa að:
   • Umönnun
   • Uppeldi
   • Búsetu sé þannig háttað að barnið sæki einn skóla eða leikskóla og eigi frjálsan og greiðan aðgang að samfelldu tómstundastarfi og öðrum frístundum frá báðum heimilum
   • Ef samið er um skipta búsetu barns skulu foreldrar ákveða hjá hvoru þeirra barnið skuli eiga lögheimili og hjá hvoru þeirra barnið skuli eiga búsetuheimili hér á landi
   • Við staðfestingu sýslumanns á samningi um skipta búsetu fellur niður samningur, úrskurður, dómsátt eða dómur sem kann að liggja fyrir um umgengni og meðlag
 • Barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldri sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess
 • Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti.
 • Þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á þeim báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur
 • Foreldrar geta samið um umgengni og óskað eftir staðfestingu sýslumanns á samningnum
 • Ef foreldrar eru ósammála um fyrirkomulag umgengni er unnt að óska eftir úrskurði sýslumanns um umgengni.
 • Ef umgengni er tálmað getur sýslumaður lagt dagsektir á það foreldri sem tálmar, að beiðni þess foreldris sem verður fyrir tálmun
  • Svo unnt sé að krefjast dagsekta þarf að liggja fyrir samningur um umgengni staðfestur af sýslumanni, úrskurður sýslumanns um umgengni eða dómur þar sem kveðið er á um umgengnisrétt

 

Lögmenn MAGNA geta aðstoðað með mál á sviði barnaréttar

Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!