Vinnuvernd

Vinnuvernd

Lögmenn MAGNA búa yfir reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði vinnuverndar

 

Atvinnurekendum ber skylda til að tryggja öruggt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk

Fjallað er um þessar skyldur í lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað, nr. 46/1980

Félagslega vinnuumhverfið og EKKO mál
 • Hluti af skyldum atvinnurekenda er að tryggja gott félagslegt vinnuumhverfi
  • Í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn EKKO á vinnustað, er fjallað um ýmsar skyldur sem hvíla á atvinnurekendum og starfsfólki sem er ætlað að tryggja öruggt félagslegt vinnuumhverfi
   • EKKO stendur fyrir:
    • Einelti
    • Kynbundna áreitni
    • Kynferðislega áreitni
    • Ofbeldi
  • Atvinnurekendur þurfa að tryggja að til staðar séu viðeigandi verkferlar á vinnustaðnum, s.s. viðbragðsáætlun við EKKO, byggð á áhættumati
  • Atvinnurekendur geta orðið skaðabótaskyldir vegna EKKO mála, s.s. á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða vegna þess að viðbrögð stjórnenda við kvörtunum um EKKO á vinnustað hafa verið ófullnægjandi
  • Lögmenn MAGNA hafa aðstoðað fyrirtæki, stéttarfélög og einstaklinga við EKKO mál
Fræðsla og þekking er besta forvörnin 
 • MAGNA lögmenn bjóða upp á fræðslu um EKKO frá lögfræðilegu sjónarhorni. Slík fræðsla gagnast t.d. stjórnendum, millistjórnendum og mannauðsfólki.
  • Hafðu samband til að bóka fræðslu.
 • Unnur Ásta Bergsteinsdóttir lögmaður stendur nú einnig fyrir fræðslu um EKKO frá lögfræðilegu sjónarhorni hjá Endurmenntun HÍ  Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað (endurmenntun.is)
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!