Verktaka- og útboðsréttur

Verktaka- og útboðsréttur

MAGNA lögmenn hafa aðstoðað fjölda verkkaupa og verktaka með mál sem varða verklegar framkvæmdir. Á stofunni starfa lögmenn með margra ára sérfræðiþekkingu á þessu réttarsviði.

Verksamningar
  • Mikilvægt er að vanda vel gerð verksamninga til að fyrirbyggja að ágreiningur komi upp síðar í verkinu
  • Lögmenn MAGNA hafa mikla reynslu af gerð verksamninga og geta veitt ráðgjöf um allt sem viðkemur slíkum samningum
ÍST 30:2012 og ráðgjöf við framkvæmdir
  • Mikilvægt er fyrir verktaka og verkkaupa að standa rétt að tilkynningum og halda kröfum sínum til haga á meðan verkframkvæmdum stendur
  • Í framkvæmd er mjög algengt að aðilar semji um að ÍST 30:2012 staðallinn gildi um réttarsamband þeirra. Í þeim staðli er meðal annars að finna ítarlegar reglur um hvernig aðilar skuli haga samskiptum sín á milli, þar með talið varðandi framsetningu krafna
  • Lögmenn MAGNA hafa sérþekkingu á ÍST 30:2012 staðlinum og geta veitt verkkaupum og verktökum ráðgjöf um allt það sem viðkemur samskiptum á verktíma, ritun fundargerða, gerð tilkynninga, framsetningu krafna o.fl.
Ágreiningsmál
  • Í sumum tilvikum koma upp ágreiningsmál milli verktaka og verkkaupa sem aðilum tekst ekki að leysa sín á milli og rata slík ágreiningsmál stundum fyrir almenna dómstóla eða gerðardóma
  • Lögmenn MAGNA hafa mikla reynslu af rekstri ágreiningsmála fyrir almennum dómstólum og gerðardómum og hafa tekið að sér hagsmunagæslu fyrir verkkaupa og verktaka vegna slíkra mála
Starfsmenn

Ertu með spurningar? Hafðu samband!